Nokia Stereo Bluetooth Headset - Tenging með hljóðsnúrum og millistykkjum

background image

Tenging með hljóðsnúrum og millistykkjum

Höfuðtólinu fylgja Nokia CA-143U og CA-182U hljóðsnúrur.
Höfuðtólinu kann einnig að fylgja millistykki til að hægt sé að tengja
snúruna við önnur tæki.

CA-143U hljóðsnúra

Til að tengja höfuðtólið við samhæft Nokia-tæki sem er með Nokia
3,5 mm AV-tengi skal setja CA-143U hljóðsnúruna í samband við
höfuðtólið og AV-tengið.

CA-182U hljóðsnúra

Til að tengja höfuðtólið við samhæft Nokia-tæki, sem selt er af
þjónustuveitu í Norður-Ameríku og er með 3,5 mm hljóðtengi, eða við
tæki frá öðrum framleiðanda, sem er með samhæft 3,5 mm hljóðtengi,
seturðu CA-182U hljóðsnúruna í samband við höfuðtólið og tengið.

Þegar höfuðtólið er tengt við tæki frá öðrum framleiðanda er ekki hægt
að nota takka höfuðtólsins.

Framlengingarsnúra og millistykki

Nota skal CA-144U framlengingarsnúruna til að lengja hljóðsnúruna.

Til að tengja höfuðtólið við tæki sem er með venjulegt 3,5 mm
hljóðtengi skal setja hljóðsnúruna í samband við höfuðtólið og AD-63
millistykkið, og festa millistykkið við hljóðtengið.

Til að tengja höfuðtólið við tæki sem er með Nokia 2,5 mm AV-tengi
skaltu setja hljóðsnúruna í samband við höfuðtólið og AD-52
millistykkið, og festa millistykkið við AV-tengið.

Til að tengja höfuðtólið við hljómflutningstæki sem er með venjulegt
6,3 mm höfuðtólstengi skaltu setja hljóðsnúruna í samband við
höfuðtólið og AD-70 millistykkið, og festa millistykkið við tengið
á höfuðtólinu.

background image

T æ k i ð t e k i ð í n o t k u n

8

Til að tengja höfuðtólið við flugvélahljómkerfi sem er með venjulegt
3,5 mm höfuðtólstengi skaltu setja hljóðsnúruna í samband við
höfuðtólið og AD-71 millistykkið, og festa millistykkið við tengið
á höfuðtólinu.

Til að nota höfuðtólið fyrir netsímtöl skaltu stinga CA-143U
hljóðsnúrunni í samband við höfuðtólið og AD-77 millistykkið og tengja
millistykkið við höfuðtóls- og hljóðnematengin á tölvunni þinni.